23. júní. 2014 12:29
Búið er að veiða rúmlega helminginn af þeim strandveiðikvóta sem gefinn var út fyrir svæði D í júní, en svæðið nær frá Höfn í Hornafirði til og með Borgarbyggð. Heildarkvóti svæðisins fyrir júnímánuð er 525 tonn en af þeim var í lok síðustu viku búið að veiða tæplega 277 tonn. Það er því enn 248 tonn eftir af strandveiðikvóta svæðisins, þar á meðal á eftir að veiða um 200 tonn af þorski, 66 tonn af ufsa, sjö tonn af karfa og 613 kíló af ýsu. Strandveiðar á svæði D ganga því fremur hægt þennan mánuðinn en þess má geta að strandveiðar á svæði A stóðu aðeins yfir í sjö veiðidaga en þá var 858 tonna kvóti þess svæðis allur kominn á land.