26. júní. 2014 08:01
„Þeir komu hingað að Ferstiklu nokkrum dögum eftir fyrstu landgöngu breska hersins 10. maí 1940 í Reykjavík og á Akranesi. Ég man vel eftir því. Þeir birtust akandi með leigubíl frá Akranesi. Þrír mikið borðalagðir með kaskeiti og gullsnúrur. Greinilega háttsettir offiserar,“ segir Vífill Búason fyrrum bóndi á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. Þarna var hann 11 ára gamall. Í dag er Vífill orðinn 85 ára. Hann er einn af fáum sem enn eru á lífi og muna eftir hernámsárunum í Hvalfirði. Nú 74 árum eftir þennan dag sitjum við í eldhúsinu á Ferstiklu þar sem Vífill rifjar upp þessa sögulegu tíma fyrir land og þjóð og ekki hvað síst íbúana á svæðinu.
Sjá afar fróðlegt opnuviðtal Magnúsar Þórs Hafsteinssonar blaðamanns við Vífil Búason í Skessuhorni vikunnar.