04. janúar. 2005 07:18
Fæðingar á Sjúkrahúsinu á Akranesi á síðasta ári urðu 224, en fædd börn urðu 225; 123 drengir og 102 stúlkur. Fara þarf allt aftur til ársins 1980 til að finna sambærilegan fjölda fæðinga en það ár fæddust 224 börn. Árið 1976 fæddust einnig 225 börn en árið 1973 varð metár, og mun það met standa eitthvað áfram því þá fæddust 226 börn á Akranesi, einu fleira en árið 2004.