Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2014 11:01

Múlastaðir verða afdrep skógræktarmanna

Í vetur keypti Skógræktarfélag Reykjavíkur jörðina Múlastaði í Flókadal í Borgarfirði. Að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra félagsins er þetta eina jörðin sem félagið á þótt það hafi svæði í fóstri eins og Heiðmörk og Esjuhlíðar. Áform eru hins vegar um að planta í megnið af jörðinni Múlastöðum, bæði sem útivistar- og nytjaskóg. Húsin verða notuð sem vinnustofa og til útleigu fyrir félagsmenn sem eru um 1200. „Þessi kaup voru einnig að hluta til hugsuð sem fjárfesting fyrir félagið en þegar plantað hefur verið í jörðina verður svæðið opnað fyrir almenningi,“segir Helgi  í samtali við Skessuhorn.

„Íbúðarhúsið var orðið nokkuð illa farið og er verið að gera það upp. Byrjað var að utan, skipt um klæðingu og glugga. Það verður líklega klárt í júlí. Verkið hefur gengið svo vel að við erum að vona að hægt verði að leigja íbúðarhúsið út til félagsmanna strax næsta vor. Verkefnið er mjög spennandi og hafa menn haft mikla ánægju af vinnunni.“ Helgi segir ennfremur að rífa eigi útihúsin sem standa uppi í hlíðinni en hin eigi að nota, loka þeim og brúka sem geymslur. Þau eigi vel að standa undir því hlutverki. „Okkur lýst mjög vel á sveitina og þá granna okkar sem við erum búnir að hitta og hlakkar til að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is