05. janúar. 2005 10:17
Rétt fyrir hátíðirnar var undirritaður sérleyfissamningur á milli Flugleiðahótela hf. og hjónanna Hjartar Árnasonar og Unnar Halldórsdóttur sem eru eigendur Hótels Hamars í Borgarnesi sem nú er í byggingu. Samningurinn felur það í sér að Hótel Hamar verður rekið undir Icelandair-hótels vörumerkinu og Flugleiðahótel munu sjá um markaðssetningu þess, bókanir og gæðaeftirlit. Icelandair hótelin verða því alls 8 eftir undirritunina en fyrir eru hótel í Reykjavík, á Suður- og Austurlandi. Hótelið fellur því vel inn í Icelandair hótelkeðjuna, en ekkert Icelandair hótel var fyrir á Vesturlandi. Fyrirhugað er að hótelið opni 16. júní á þessu ári og verður það eftir það rekið sem heilsárshótel. Hótelstjóri verður Hjörtur Árnason.