Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2014 04:04

Brotist var inn á bílaverkstæði á Akranesi í nótt

Brotist var inn á bílaverkstæði Guðna Jónssonar á Akranesi síðastliðna nótt. Miklum verðmætum var stolið. Af ummerkjum á staðnum að dæma mátti sjá að innbrotsþjófurinn hafi fundið sér leið inn á verkstæðið í gegnum dyr á gamalli veiðarfærageymslu á bakhlið hússins. Þegar Guðni mætti til vinnu í morgun var búið að ræna öllum bíllyklum af verkstæðinu og einum af bílnum sem þar var í viðgerð. Þá var einnig stolið verkfærum, rafmagnstækjum og persónulegum munum. Að sögn Guðna var ekkert skemmt en rótað var í skrifborði hans og ruslað til á öðrum stöðum á verkstæðinu. Lögreglan fann stolna bílinn í hádeginu í dag við gömlu sementsbryggjuna og var hann við fyrstu sýn óskemmdur. Hins vegar höfðu engin ummerki fundist um þýfið.

 

 

 

Guðni segir að hann sjái mikið eftir mynd sem var rænt af skrifstofu hans en alvarlegastur sé stuldur lyklanna. „Finnist lyklarnir ekki neyðist fólk til að skipta út lásum, svissum og tölvukóðum í bílum en slíkar aðgerðir eru kostnaðarsamar. Ég er búinn að vera hérna í u.þ.b. tuttugu ár og stundað bílaviðgerðir hátt í fjörutíu ár, en hef aldrei lent í neinu þessu líkt,“ segir Guðni um innbrotið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is