Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2014 02:49

Lætur klippa sig til styrktar Krabbameinsfélaginu

Skagamærin Dagmar Elsa Jónasdóttir hefur byrjað söfnun áheita fyrir Krabbameinsfélag Íslands þar sem hún lofar að láta klippa á sér hárið fyrir söfnunina. Dagmar sem verður 21 árs í september hefur leyft hári sínu að vaxa árum saman en ákvað fyrir stuttu að láta klippa það í þágu góðs málstaðar. „Ég hef leyft hárinu mínu að vaxa í rúm átta ár en verið á leiðinni í klippingu síðastliðin tvö ár. Fyrir tæplega hálfum mánuði fékk ég svo þá hugmynd að klippa hárið og gefa það til krabbameinssjúkra einstaklinga. Hárleysi er eitthvað sem mér finnst einkenna krabbamein og var upphaflega hugmyndin að gefa hárið í efnivið í hárkollu fyrir þá sem hafa misst hárið í krabbameinsmeðferð. Það var hins vegar ekki í boði hér á landi en ég hef sett mig í samband við aðila í Bandaríkjunum sem sjá um slík mál. Fyrst sú leið gekk ekki eins vel og ég vonaði ákvað ég einnig að stofna Facebook-síðuna; „Söfnun fyrir Krabbameinsfélagið“ og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið,“ segir Dagmar um hugmyndina af söfnuninni.

 

 

Dagmar mun láta taka um 30 til 40 sm. af hárinu sínu fimmtudaginn 10. júlí á hárgreiðslustofunni Mozart á Akranesi. Eftir klippinguna mun hún gefa allan ágóðan af söfnuninni til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að fylgjast með Dagmar á Facebook-síðunni: Söfnun fyrir Krabbameinsfélagið og heita á hana á reikningsnúmerið:

0186-26-100125, kt:140993-3289.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is