Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2014 10:01

Byggðastofnun reiknar þróun fasteignamats og fasteignagjalda

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hefur hækkað mjög misjafnlega mikið á milli áranna 2010 og 2014 eftir einstökum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Mest hefur hækkun matsins í prósentum talið verið í Vestmannaeyjum, eða 70,6%, og næstmest á Höfn í Hornafirði og á Siglufirði 64,1%. Þetta eru einu staðirnir þar sem hækkunin er yfir 50%. Hólmavík liggur þó nærri með 48,7% hækkun en engir aðrir staðir ná 40% hækkun. Á fjórum stöðum lækkar fasteignamatið á milli áranna 2010 og 2014. Í Borgarnesi um 6,3%, í Keflavík um 5%, á Selfossi um 1,3% og í Hveragerði um 0,7%. Hækkun heildar fasteignagjalda á milli áranna 2010 og 2014 er almennt meiri en hækkun matsins. Það er aðeins á þremur stöðum, á Höfn í Hornafirði, í Stykkishólmi og á Dalvík sem hækkun gjaldanna er minni en hækkun fasteignamatsins.

 

 

 

Mest er hækkun fasteignagjaldanna á þessu tímabili á Siglufirði 82,3%, Hólmavík 79,3% og í Vestmannaeyjum 72,6%. Þrátt fyrir það eru fasteignagjöldin á þessum stöðum langt frá því hæsta sem gerist. Á tveimur stöðum hafa fasteignagjöldin lækkað á milli áranna 2010 og 2014. Í Keflavík um 0,3% og á Selfossi um 0,2%.

Í framangreindum samanburði er verið að bera saman fasteignamat og fasteignagjöld á þeirri fasteign sem notuð hefur verið sem viðmið á undanförnum árum, einbýlishús sem er 161,1m2 að grunnfleti og lóðarstærð 808m2.  Það er Byggðastofnun sem tekið hefur saman þessar upplýsingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is