Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2014 07:01

Þolinmæði er lykillinn að góðri veiði

Veiðibúðin á Akranesi hefur verið starfrækt í átta ár af þeim hjónum Jóni S. Ólafssyni og Kristínu Jónsdóttur. Hjónin hófu rekstur verslunarinnar árið 2006 í litlu rými við Skólabraut. Árið 2011 keyptu þau stærra verslunarhúsnæði við Stekkjarholt 8-10 þar sem búðin er nú. Jón starfar sem yfirlögregluþjónn á Akranesi og er mikill veiðimaður. Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að opna veiðibúð til að svara eigin eftirspurn. „Upphaflega ákváðum við að opna veiðibúð því okkur vantaði alltaf eitthvað í veiðiferðirnar. Við eigum einnig hund svo við ákváðum að selja gæludýrafóður með veiðivörunum.“ Jón segir að rekstur búðarinnar hafi verið erfiður til að byrja með en aldrei hafi verið skortur á góðum veiðisögum. „Þegar við byrjuðum með búðina var salan fremur dræm en hins vegar var aldrei skortur á fólki. Fólk kom reglulega til að segja veiðisögur. Sumir komu jafnvel í hverri viku að segja sömu söguna þar sem aflinn stækkaði í hvert skiptið. Sem betur fer hefur salan aukist án þess að veiðisögunum hafi fækkað.“

 

 

Í Veiðibúðinni má finna mikið úrval veiðistanga, fatnaðar og veiðarfæra. Þar má einnig finna glæsilegan flugubar þar sem litskrúðugar handhnýttar flugur eru seldar. „Við erum með stangir fyrir allar tegundir fiskveiða auk veiðarfæra. Ég er sérstaklega ánægður með flugubarinn en þar erum við með mikið úrval af góðum flugum sem ég læt hnýta fyrir mig í Kenía. Við seljum einnig fatnað og annan búnað til skotveiða en þó ekki byssur,“ segir Jón.

 

Jón segist vera spenntur fyrir stangveiðinni í sumar. „Silungsveiðin hefur farið vel af stað og ég er spenntur að sjá hvernig veiðin mun verða í sumar. Laxveiðin hér á Vesturlandi hefur því miður ekki gengið eins vel en vonandi fer að rætast betur úr henni. Það skiptir vissulega miklu máli að hafa réttu græjurnar í veiði en mikilvægast er að hafa rétt hugarfar. Þolinmæði er lykill að góðri veiði,“ segir Jón að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is