07. janúar. 2005 12:50
Á morgun, laugardaginn 8. janúar klukkan 14-16, verða húsakynni Fjölbrautaskóla Snæfellinga opin almenningi til sýnis. Lokið hefur verið við framkvæmdir á húsinu og rýmkast nú verulega um nemendur og kennara skólans. Almenningur er hvattur til að líta við og skoða skólann en það eru stjórnendur Jeratúns og Fjölbrautaskólans sem standa fyrir opnu húsi.