Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2014 01:23

Dráttarvél ónýt eftir bruna

Stór dráttarvél á bænum Efri Brunná í Saurbæ í Dölum brann til kaldra kola í gær. Daníel Jónsson bóndi var að rúlla og pakka heyi þegar eldur kom skyndilega upp í vélinni sem hann sat í. Náði hann að koma sér út áður en dráttarvélin varð alelda. Sambyggð rúllu- og pökkunarvél skemmdist einnig í brunanum, en er þó ekki ónýt. Í samtali við fréttavef RUV segist Daníel reikna með að tjónið leiki á um 20 milljónum króna. „Það er auðvitað mjög slæmt að verða fyrir þessu tjóni, en það er einnig bagalegt að þurfa að gera hlé á því að hirða heyið,“ sagði Daníel. Slökkvilið var kallað út frá Búðardal og þá komu nágrannar Daníel til aðstoðar, en litlu var hægt að forða frá eldinum. Meðfylgjandi mynd tók Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Bændur á Vesturlandi hafa undanfarna daga unnið af kappi við heyskap, en heyskapartíð hefur verið afleit í sumar, þrátlátar rigningar allt frá því um miðjan júní. Þurrkur síðustu daga hefur því komið að góðum notum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is