Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2014 01:27

Hótel Glymur handhafi Óskarsverðlauna í ferðaþjónustu

Hótel Glymur í Hvalfirði er handhafi verðlauna í flokki lítilla nýmóðins hótela í Evrópu. Það er World Travel Awards sem hefur síðastliðið 21 ár staðið fyrir þessum verðlaunaveitingum en afhending þeirra fór að þessu sinni fram í Aþenu í Grikklandi laugardaginn 2. ágúst. World Travel Awards kallast Óskarinn í ferðaþjónustu og er fremsta viðurkenning sem ferðaþjónustufyrirtækjum getur hlotnast. Í þeim felst viðurkenning sem afburða þjónustustaður og geta fyrirtækin notað verðlaunin í öllu markaðsstarfi sínu. Verðlaunin eru veitt einu sinni á ári í flestum þeim flokkum sem falla undir ferðaþjónustu. Hótel Glymur hlaut verðlaunin í flokki lítilla nýmóðins hótela, eða „Iceland's Leading Boutique Hotel,“ eins og það er kallað á ensku. Hér á landi hlutu einnig verðlaun í sínum flokkum hótel- og gististaðirnir; Radisson Blu 1919, Reykjavík Residence Hotel, Radisson Blu Saga Hotel og Grettigsborg Apartments.

 

Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri á Glymi var stödd í Aþenu, þar sem verðlaunin voru afhent, þegar Skessuhorn náði tali af henni. Hún kvaðst afar sátt og segir verðlaunin mikla hvatningu og viðurkenningu fyrir hana, allt starfsfólk Hótels Glyms og eigendur hótelsins.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is