Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2014 08:01

Málarahjón frá Ólafsvík í Portoroz

Fyrr í sumar voru hjónin Ásdís Kristjánsdóttir og Sævar Þórjónsson málarameistari í Ólafsvík á ferð í Slóveníu. Fóru þau m.a. til strandbæjarins Portoroz en það er einn vinsælasti sumardvalarstaður Evrópubúa við Adríahafið. Ásdís og Sævar ráku meðal annars Litabúðina í Ólafsvík og þjónuðu Ólafsvíkingum og öðrum Snæfellingum í um 40 ár við góðan orðstýr, en þau hættu rekstri 2007. Á ferð sinni hittu það meðal annars tvo starfsmenn sína frá árinu 1984 sem þar búa en það eru þeir Nevio Flego og Walter Sker. Báðir máluðu þeir hjá Sævari um tíma í Ólafsvík. Nevio starfar sem yfirmaður á ströndinni í Portoroz og Walter rekur ásamt konu sinni Nusu, vinsælan veitingastað í Portoroz sem heitir Prego. Það skemmtilega við þá félaga er að þeir tala afbragsgóða íslensku, nánast eins og þeir væru nýfarnir frá Íslandi. Það voru fagnaðarfundir er þau hittust og meðferðis höfðu þau Ásdís og Sævar ljósmyndir af Ólafsvík sem þau afhentu þeim félögum sem voru að vonum ánægðir. Báðu þeir um góðar kveðjur til allra í Ólafsvík sem þeir þekkja.

 

 

Mjög skemmtilegt er að koma til Slóveníu sem liggur efst í Adríahafi og þar er margt að sjá. Landið er litlu stærra en Vestfirðirnir en þar búa um tvær milljónir manna. Piran, sem er 5000 manna bær, er næsti bær við Portoroz. Þar er gaman að ganga um hinar þröngu götur sem fólkið býr við og kinnast því og ekki síður er gaman að hitta sjómennina þegar þeir komu þar til hafnar til löndunar og hreinsa netin sín. Ekki má gleyma hinum fínu veitingastöðum við ströndina bæði í Piran og Portoroz. Það er allt orðið svo flott og fínt eftir að landið fékk sjálfstæði 1991. Þess má geta að það er ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri sem alltaf hefur verið með ferð til Slóveníu í júní ár hvert síðastliðin fjögur ár.

 

Pétur S Jóhannsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is