Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2014 09:01

Nýtt tæki komið á markað sem fælir burtu óæskilega fugla

Fyrirtækið Fuglavarnir.is hóf í vor sölu á öflugum og skilvirkum fuglafælum sem byggja á nýjustu hljóðtækni. Búnaðurinn sem um ræðir kemur frá Scarecrow, Bio Acoustic Systems í Bretlandi og er notaður til að fæla í burtu ýmsar tegundir fugla. Búnaðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi en byggir á yfir 20 ára reynslu Breta. Upphaflega var þessi búnaður hannaður til að halda fuglum frá flugvöllum en hefur síðan fengið ólík hlutverk. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Björgvinssyni, framkvæmdastjóra Fuglavarna.is, henta nýju fuglavarnirnar mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. „Það er sífell að færast í aukana að fólk verði fyrir fjárhagstjóni og óþægindum vegna ágangs fugla. Búnaðurinn inniheldur hljóð frá yfir 150 fuglategundum og er hægt að nota við ýmsar aðstæður. Síðan í vor hefur hann verið notaður af bændum til að fæla burt fugla af ökrum og túnum og af matvælafyrirtækjum til að fæla burt máva. Reynslan lofar góðu,“ segir Jónas. Búnaðurinn er tæknilega fremur flókinn og kostar frá þrjú hundruð þúsund krónum.

 

 

Búið að bæta við varnarhljóðum fyrir álft

Fuglafælan gengur fyrir sólarorku og er með birtuskynjara svo einungis þarf að koma honum fyrir þar sem hann myndar nokkurs konar hljóðgirðingu. Búnaðurinn stendur á um tveggja metra háum stálfæti og spilar hljóð sem hermir eftir varnarvæli einstakra fuglategunda. Þar með halda fuglarnir að um hættuástand sé að ræða og yfirgefa svæðið. „Flestir fuglar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla sömu tegundar við aðsteðjandi hættu. Heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt. Það er meðfætt í þeirra eðlisávísun. Þess vegna virkar búnaðurinn afar vel og fuglarnir venjast aldrei hljóðunum,“ segir Jónas. Búnaðurinn hentar án breytinga fyrir íslenskar aðstæður þar sem mikið af þeim fuglum sem finnast í íslenskri náttúru er einnig að finna á Bretlandseyjum. Jónas segir að búnaðurinn sé þó stöðugt í þróun og nú þegar sé búið að bæta við hljóðum sem ekki voru talin nauðsynleg í Bretlandi. „Álftir á túnum og ökrum bænda hafa verið vandamál á Íslandi síðustu árin. Þetta er vandamál sem menn virðast ekki vera að glíma við erlendis. Við fórum því strax að þróa tækni til að bregðast við álftunum. Gerðum rannsóknir á hljóðum álftarinnar, tókum þau upp og sendum til Bretlands til frekari úrvinnslu. Við höfum svo verið að beita hljóðum úr þessum rannsóknum síðan í vor og lofa fyrstu tilraunir góðu.“

 

Til margs nothæfur

Þótt búnaðurinn sé að mestu notaður til að vernda matvælaframleiðslu og samgöngur gæti hann einnig nýst við verndun varplanda og gegn ágangi fugla á almenningsstöðum. „Búnaðurinn er tilvalinn til að fæla í burtu vargfugl frá æðarvarpi án þess að æðarfuglinn verði þess nokkuð var. Þá er með honum hægt að halda mávum frá tjörnum eða kríuvarpi, gæsum og fleiri fuglum frá golfvöllum svo dæmi séu tekin,“ segir Jónas að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is