Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2014 11:01

Endurvinnslufyrirtækið Fornæs gefur skipshlutum framhaldslíf

Fyrirtækið Fornæs sem keypti Víking AK-100 á 43 milljónir íslenskra króna er endurvinnslufyrirtæki sem stofnað var í Grenå í Danmörku 1993. Það er í samstarfi við norskt fyrirtæki á sama sviði, Fosen Gjenvinning. Hjá Fornæs hafa yfir eitt þúsund skip verið rifin frá upphafi, aðallega fiskiskip af ýmsum stærðum en auk þess ferjur og síðustu árin mörg flutningaskip. Flest skipin koma af Norðurlöndunum en einnig hafa verið rifin skip frá Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi. Þá hefur gömlum þjónustuskipum við olíuiðnaðinn fjölgað til niðurrifs með tilkomu nýrri og öflugri skipa í þau verkefni. Hjá Fornæs fengust þær upplýsingar að megnið af stálinu úr skipunum hefði farið til Tyrklands síðustu árin. Þar í landi eru einmitt tvö ný uppsjávarveiðiskip í smíðum fyrir HB Granda og fyrirtækið hyggst líka láta smíða þrjá ísfisktogara þar. Það er því ekkert ólíklegt að eitthvað af þýska eðalstálinu úr Víkingi komi til baka í skrokki nýrra skipa.

7.500 fermetra partasala innanhúss

Fornæs selur alla hluti áfram til endurnýtingar og mestallt gengur þetta út. Á athafnasvæði fyrirtækisins í Grenå er 50.000 fermetra útisvæði (fimm hektarar) þar sem geymd eru tæki og tól úr skipum sem hægt er að hafa utandyra. Þar má sjá allt mögulegt, frá fastsetningartógum til gúmmíbáta, léttbáta, skipskrana og stýrishús svo dæmi séu tekin. Innandyra er svo 7.500 fermetra varahlutalager sem að mestu er með vélum og vélahlutum auk smærri hluta innan úr skipum eins og skipstjórastóla, húsgagna hvers konar, eldhúsáhalda og fleira. Þarna er allt skráð og skipulagt svo auðvelt er fyrir starfsmenn að fletta upp í tölvum og finna. Öll siglingatæki og önnur raftæki úr skipunum sem Fornæs rífur fara hins vegar til rafeindafyrirtækisins Skibselektro í Thyborøn í Danmörku. Þar er farið yfir þau og þau endurseld. Allir eru velkomnir að skoða varahlutalagerinn hjá Fornæs og starfsmenn þar segja heimsókn þangað oft fyrsta kostinn hjá útgerðarmönnum gamalla báta þegar einhverja varahluti vanti.

 

Lesa má nánar um dönsku skipspartasöluna í síðasta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is