Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2014 02:03

Baráttukonan Bjarnfríður Leósdóttir er níræð í dag

Í dag á baráttukonan og verkalýðsfrömuðurinn Bjarnfríður Leósdóttir á Akranesi 90 ára afmæli. Bjarnfríður fæddist 6. ágúst 1924, sama ár og Verkalýðsfélag Akraness var stofnað þar sem hún er einmitt heiðursfélagi.

Um afmælisbarnið ritar Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA kveðju í tilefni dagsins. Þar segir m.a.: „Bjarnfríður hefur tilheyrt Verkalýðsfélagi Akraness allt frá árinu 1959 þegar hún fyrst tók þátt í baráttu fyrir bættum kjörum kvenna sem störfuðu við síldarvinnslu Haraldar Böðvarssonar. Þessi mikla baráttukona hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Akraness, en fyrst var hún kjörinn í aðalstjórn félagsins sem varagjaldkeri árið 1960. Hún hefur barist gríðarlega fyrir réttindum kvenna í gegnum kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness, en þar var hún fyrst kjörin í stjórn 1966. Þær störfuðu náið saman, hún og Herdís Ólafsdóttir sem einnig tilheyrði Verkalýðsfélagi Akraness um alllanga hríð, en Herdís lést árið 2007. Formaður félagsins er ekki í neinum vafa um að sú elja og atorkusemi sem einkenndi störf og baráttu Bjarnfríðar Leósdóttur fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu hefur svo sannarlega skilað sér í hinum ýmsu réttindum til handa íslensku verkafólki.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is