Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2014 09:01

Ólafsdalshátíðin verður á sunnudaginn

Ólafsdalshátíðin við Gilsfjörð verður næstkomandi sunnudag. Í Ólafsdal stofnaði Torfi Bjarnason eins og kunnugt er fyrsta búnaðarskólann á Íslandi 1880 og var hann starfandi til 1907. Gamla skólahúsið stendur enn, en það var byggt árið 1896 og hefur verið gert til góða undanfarin ár ekki síst fyrir tilstuðlan Ólafsdalsfélagsins. Í sumar hefur Sólveig Ólafsdóttir verið staðarhaldari í Ólafsdal og búið á staðnum. Það er nýbreytni sem tekin var upp í sumar að staðarhaldarinn byggi á staðnum og hefur það mælst vel fyrir. Önnur nýbreytni er að til stendur að bjóða upp á kaffi og með því í sumar.

Fyrir ári fékk grænmetisgarðurinn í Ólafsdal formlega vottun frá vottunarstofunni Túni til framleiðslu á lífrænt ræktuðum matjurtum en í Ólafsdal er um 500m2 garður sem nýttur er til ræktunar. Börn úr Grunnskóla Hólmavíkur settu niður i hluta garðsins í fyrra og í ár og eru því með skólagarða þeim til ómældrar ánægju. Ólafsdalsfélagið stendur fyrir því framtaki og hafa afurðirnar verið seldar til veitingastaða og hótela í nágrenninu en aðaluppskerutíminn verður á hátíðinni sjálfri, í Ólafsdal.

 

Hátíðin hefur áður verið haldin í sex skipti og verður dagskrá að venju glæsileg. Þar á meðal ávörp, leikhópurinn Lotta, tónlistaratriði og skemmtun af ýmsum toga. Þá verður handverksmarkaður, grænmetismarkaður eins og greint hefur verið frá, hestar fyrir börn, fræðsluganga og ýmsar veitingar.

 

Gamla skólahúsið er 118 ára gamalt á þremur hæðum. Þar hefur verið sýning um sögu skólans og Torfa Bjarnason, einnig sýning um Guðlaugu konu hans og störf og nám kvenna á staðnum og að lokum hluti af myndlistarsýningunni, Dalir og Hólar-Litir. Töluvert hefur verið um heimsóknir í sumar að sögn Sólveigar Ólafsdóttur staðarhaldara, bæði einstaklingar og hópar. Eldri borgara koma töluvert í Ólafsdal en yngri kynslóðin mætti sannarlega kynna sér hina merku sögu staðarins.

 

Félagar í Ólafsdalsfélaginu eru ríflega 300 og fer fjölgandi. Að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar formanns félagsins var það stofnað 2007 og hefur staðið fyrir endurbótum á húsakynnum í Ólafsdal, m.a. staðið fyrir því að fá vatn, rafmagn og hitaveitu á staðinn. Sígandi lukka hefur verið í framkvæmdum en erfiðlega hefur þó gengið að fá styrki síðustu misserin. Félagið heldur þó úti starfsmanni í sumar, eins og fram hefur komið. Standa vonir til að hægt verði að gera frekar upp gamla skólahúsnæðið að innan og bjóða þar upp á gistingu í tengslum við heilsuferðaþjónustu er tímar líða fram. Þess má að lokum geta að heimasíða félagsins www.olafsdalur.is er loksins orðin virk eftir langvarandi tæknivandamál. Einnig má finna ýmislegt um staðinn á Facebook.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is