Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2014 11:02

Bílalest með átta makrílbáta frá Ólafsvík til Hólmavíkur

Í nótt var nóg um að vera á hafnarsvæðinu í Ólafsvík. Fréttir um mokveiði á makríl við Hólmavík höfðu borist eins og eldur í sinu til Ólafsvíkur. Þótt makrílveiðin hafi verið með ágætum að undanförnu í Breiðafirði, tóku útgerðarmenn bátanna sig saman og ákváðu að flytja sig um set. Fengu þeir Vélsmiðju Árna Jóns í Rifi til þess að sjá um flutning bátanna landleiðina frá Ólafsvík til Hólmavíkur. Gekk greiðlega að fá flutningabíla til verksins, en fyrst þurfti að hífa bátana á bílana og tók það nokkra klukkutíma. Áður höfðu sjómenn undirbúið bátana til flutnings meðal annars með því að lækka loftnet og annan búnað á stýrishúsum þeirra. Hífing bátanna á bílana gekk vel sem og flutningurinn til Hólmavíkur þar sem menn eru væntalegir þegar byrjaðir að fiska.

 

Meðfylgjandi myndir tók Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns í gærkveldi og nótt þegar bátarnir voru hífðir á bílana og lestin lagði af stað til Hólmavíkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is