Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2014 01:06

Afskiptaiðnaðurinn segir að sumarið sé búið hjá Steðja

Íslenski afskiptaiðnaðurinn ríður ekki við einteyming. Stundum er margt svo undarlegt í lagasetningum og reglugerðarsmíði að menn setur hljóðan. Dæmi um það er reglugerð um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja, en hún er frá því í júlí 2011.

 

Í nýrri færslu á fésbókarsíðu Brugghússins í Steðja er tilkynnt að sumarið sé búið!  „Vegna úreltra reglna hjá ÁTVR þá hættir Sumarbjór Steðja sölu í Vínbúðunum 10. ágúst nk. Samkvæmt nýjum reglum ÁTVR mega sumarvörur einungis vera í sölu í 1-3 mánuði og þar sem við settum Sumarbjórinn okkar á markað 10. maí þá verður sumarið búið hjá okkur næstkomandi sunnudag, samkvæmt ÁTVR.“ Samkvæmt birgðaskrá ÁTVR í dag, 7. ágúst, kemur fram að á lager í vínbúðum landsins eru 2.398 flöskur af Sumarbjór frá Steðja, eða nákvæmlega 800 lítrar. Verði þessar flöskur ekki seldar fyrir næsta sunnudag verður Steðji Brugghús að sækja flöskurnar og annað hvort að farga innihaldinu eða selja flöskurnar til veitingahúsa.

 

Brugghúsið biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu; „...en við töldum að eftir langan og dimman vetur þá hæfist sumarið á sumardaginn fyrsta og að við fengjum að njóta sumarsins a.m.k. út ágústmánuð. Bjórinn verður engu að síður áfram í sölu á þeim fyrsta flokks veitingahúsum sem selja bjór frá Steðja, þar sem við eigum nóg eftir af bjórnum.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is