Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2014 06:01

Ætla að leggja áherslu á grunnstoðir samfélagsins

„Síðustu árin höfum við staðið í miklum og kostnaðarsömum framkvæmdum. Núna síðast eru það breytingar við sundlaugina og útisvæðin við hana og þar áður stækkun dvalarheimilisins Jaðars. Núna fyrir þetta kjörtímabil settum við stefnuna á innviði sveitarfélagsins og ætlum að leggja áherslu á grunnstoðir samfélagsins næstu árin,“ segir Kristín Björg Árnadóttir oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ, sem fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum síðasta vor og heldur því meirihluta fulltrúa í sveitarstjórn. Kristín Björg segir að það sé til dæmis kominn tími til að huga enn meir að búnaði í grunn- og leikskólum sveitarfélagins, sem bæði eru staðsettir í þéttbýlinu og í Staðarsveit.

 

 

 

Þurfum að fá fleira ungt fólk heim

„Við höfðum sinnt vel málefnum eldri borgara núna síðustu árin og erum stolt af því. Núna er kominn tími til að huga enn betur að skólunum og fleiru sem skiptir unga fólkið og fjölskyldurnar miklu máli.“ Kristín Björg segir að málefni fatlaðra séu einnig málaflokkur sem bæjaryfirvöld þurfi að vera vakandi yfir og finna lausnir við þeim verkefnum sem framundan eru. „Annað verkefni sem okkar bíður er að finna leið til þess að fá fleiri unga og efnilega Snæfellsbæinga aftur heim. Við þurfum að sýna þeim þau tækifæri sem svæðið býr yfir, styrkja tengslanet þeirra við heimahaganna og þannig gera þeim kleift að koma heim á ný.“

 

Sveitarstjórnarmálin skemmtileg

Kristín Björg fæddist í Reykjavík en ólst upp að mestu leyti í Grundarfirði. „Ég fór að heiman sextán ára gömul og hérna í Snæfellsbæ hef ég svo búið síðustu ellefu árin. Við hjónin komum hingað beint frá námi í Horsens í Danmörku. Ég var þar að læra markaðs- og hagfræði og Smári maðurinn minn byggingatæknifræði. Þessi námsár í Danmörku voru yndisleg og ég get ráðlagt öllum að það er gott að breyta til og skoða sig um áður en maður festir rætur. Ég held fólk kunni þá líka ennþá betur að meta heimahagana, þótt ég sé nú að verða svolítið langeygð núna eftir sólinni í rigningunni,“ segir Kristín Björg. Aðspurð um þátttöku sína í sveitarstjórnarmálum og pólitík segist hún hafa komið inn í hana fyrir síðasta kjörtímabil 2010-2014. „Ég var þá í 3. sæti listans og var kosin bæjarfulltrúi og líka í bæjarráðið. Ég hafði áður kynnst sveitarstjórnarmálunum í gegnum störf mín hjá SSV sem atvinnuráðgjafi. Það kom þá í ljós hvað þetta er skemmtilegt og ég fékk áhuga á sveitarstjórnarmálum. Sé alls ekki eftir því að hafa gefið kost á mér í þetta,“ segir Kristín Björg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is