Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2014 03:53

Segir skilvirkara að senda sér reykmerki en að hringja

Víða til sveita er farsíma- og netsamband stopult eða ekkert. Slíkt er engan veginn bjóðandi íbúum eða gestum þeirra því samskiptaleiðir nútímans byggja á þessari tækni. Hins vegar er það svo að símafyrirtækin eru markaðsdrifin. Ef fáir viðskiptavinir eru á tilgreindu svæði, þykir þeim ekki svara kostnaði að tengja svæðið þessum nútíma búnaði. Þannig er sem dæmi ekkert farsímasamband á bænum Hítardal á Mýrum né inn við Hítarvatn, þangað sem fjöldi fólks leggur á hverju sumri leið sína til silungsveiða. Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal segist yfirleitt fara nokkrar ferðir á sumri inn að vatni til að finna fólk, sem ekki hefur náðst samband við. „Það er mikið öryggisatriði að hafa síma. Fólk reiðir sig á þá. Aðstandendur verða því skelkaðir ef ekki næst í ástvinina, sem er eðlilegt. Fólk hefur ekki skilning eða vitneskju um að það séu svona blettir á landinu þar sem ekkert símasamband er.“ Sjálfur segist Finnbogi í nýlegri færslu á Fésbók sinni vera orðinn þreyttur á þessu ástandi. Hann situr í sveitarstjórn Borgarbyggðar og sem slíkur fær hann mörg erindi inn á sitt borð. „Er alveg að verða vitlaus á því að vera ekki í farsímasambandi, aðallega af því að þegar ég fer að heiman og kemst í samband á þriggja daga fresti eða svo, bíða mín allt upp í 50 skilaboð. Þá hringja sumir að því er virðist með afar stuttu millibili,“ segir Finnbogi en bætir við: „Vinsamlega hringið ekki í farsímann hjá mér, sendið frekar reykmerki með Morse kerfinu!“

 

 

Í nýlegu samtali við Skessuhorns kom fram að Finnbogi telur einfalt að leysa þetta sambandsleysi. „Það er til einföld lausn á málinu. Þar horfi ég á hlöðuna í Fíflholtum. Þaðan er bein lína inn að gangnamannakofanum inn við Hítarvatn. Þar er einnig endurvarp á Interneti þannig að kannski væri ekki mikið mál að bæta símasambandi við,“ segir hann. Aðspurður hvort til standi að bæta ástandið í símamálum, svarar Finnbogi því til að hann viti ekki til þess, alltof margar sveitir glími við sama vandamál.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is