Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2014 03:55

Frystiklefanum í Rifi veittur samfélagsstyrkur Landsbankans

Leikhúshostelið í Frystiklefanum í Rifi var eitt 26 verkefna sem hlaut samfélagsstyrk úr samfélagssjóði Landbankans síðasta fimmtudag. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum auk verkefna á sviðum menningar og lista. Þá eru styrkir einnig veitir þeim sem vinna að forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Alls var tíu milljónum króna varið í styrki og fékk Frystiklefinn hálfa milljón í sinn hlut. Alls bárust sjóðnum um 400 umsóknir. „Samfélagsstyrkir Landsbankans eru mikilvægur þáttur í stuðningi bankans við samfélagið. Með þeim leggur Landsbankinn einstaklingum, hópum og félagssamtökum lið við verkefni sem jafnan er sinnt af einlægni og ómetanlegum áhuga sem vert er að verðlauna,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Sjóðurinn veitir styrki tvisvar á þessu ári en umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun samfélagssjóðsins rennur út 6. október næstkomandi.

 

Sjá frétt Landsbankans hér og lista yfir alla styrkþega.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is