Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2014 10:25

Skagamenn unnu mikilvægan sigur á Þrótti

ÍA tók á móti Þrótti R. í fimmtándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn. Leiknum lauk með sigri heimamanna en bæði lið eru í harðri toppbaráttu í fyrstu deildinni. Kjöraðstæður voru til knattspyrnuiðkunar á Akranesi á föstudaginn. Leikurinn fór heldur rólega af stað og skiptust bæði lið á um að vera með boltann. Það voru gestirnir frá Reykjavík sem skoruðu fyrsta mark leiksins á tólftu mínútu. Leikmaður Þróttar átti þá langskot frá miðju vallarins og fór boltinn yfir Árna Snæ Ólafsson markvörð Skagamanna og í netið. Engu var líkara en markið efldi sókn heimamanna en aðeins fimm mínútum síðar var gamli markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson búinn að jafna metin. Jafnræði var með liðum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og hefðu bæði lið hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Það voru þó aðeins heimamenn sem náðu að klára eitt af sínum færum. Hjörtur Júlíus skoraði þá sitt annað mark í leiknum og kom Skagamönnum í forystu rétt áður en flautað var til leikhlés.

 

 

Heimamenn voru með öll völd á vellinum í upphafi síðari hálfleiks og voru nálægt því að bæta við marki. Skagamaðurinn og markvörður Þróttara, Trausti Sigurbjörnsson, sá hins vegar við sínum fyrrum félögum og varði eins og berserkur í seinni hálfleik. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma í síðari hálfleik. Síðasta mark leiksins kom þegar komið var fram í uppbótartíma. Þá fékk varamaðurinn Andri Adolphsson boltann í fyrsta sinn í leiknum og tók á rás. Andri hljóp alla leið frá miðju vallarins og upp að endalínu þar sem hann renndi boltanum í markið úr nánast vonlausu færi. Þar með gulltryggðu Skagamenn sér öll stigin og eru eftir leikinn komnir í mjög vænlega stöðu í öðru sæti deildarinnar. ÍA hefur nú fimm stiga forskot á HK sem er í þriðja sæti.

 

Skagamenn mæta sínum helsta keppninauti um annað sæti deildarinnar, HK í næsta leik á föstudaginn í Kórnum í Kópavogi klukkan 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is