Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2014 01:28

Stofnaður hefur verið söfnunarsjóður fyrir Ragnar Egilsson

Laugardaginn 28. júní í sumar breyttist líf Ragnars Egilssonar svo um munaði. Seinni part þess dags lenti hann í mótorhjólslysi rétt fyrir utan Akranes sem skilur hann eftir í dag lamaðan fyrir neðan háls. Ragnar var á gjörgæslu í rúmar fjórar vikur eftir slysið þar sem bakslögin komu hvert á fætur öðru. Fyrst lungnabólga og síðan ítrekuð hjartastopp þar til hann fékk gangráð. Lungabólgan lét svo loks undan og eftir að Ragnar fékk gangráðinn var hann fluttur yfir á lungnadeild Landspítalans. Það tók á hann því allar breytingar í svona aðstæðum eru erfiðar. Svokallaður miðlægur hiti, sem er afleiðing af slysinu, hefur verið að leika Ragnar grátt og leit ástandið verulega illa út um tíma, en talið er að það versta sé afstaðið. Hann hefur þurft að fá blóðgjafir og er enn í öndunarvél, er þó farinn að reyna að kyngja sem er gott. Best væri þó að hann færi að geta andað með vélinni til að fá talventil því eins og er eru aðstandendur og hjúkrunarfólk að lesa af vörum eða nota stafrófið sem er búið að raða upp á stórt spjald. Gert er ráð fyrir að styttist í að hann fari á Grensás og hefst þá hans vinna fyrir alvöru. Ekki það að hann sé ekki búinn að þurfa að hafa aðeins fyrir lífinu síðustu vikur. Þar verður hins vegar ströng og löng endurhæfing til að gera hann aftur að virkum þátttakanda í lífinu.

 

 

„Við í fjölskyldu Ragnars höfum staðið þétt við bakið á honum og er hann ekki mikið einn því honum líkar það illa eins og er. Skiljanlega, þar sem hann er enn að læra að nota hljóð og annað til að gera vart við sig. Okkur í fjölskyldunni hefur líka verið það dýrmætt að vera hjá honum og höfum við lært heilmikið af því. Það hefur verið og er mikill kostnaður í kringum Ragnar eftir slysið og því tók ein frænka hans, Inga Lára Gylfadóttir, uppá því að óska eftir að fá að stofna félag í kringum hann til að styrkja hann og hans nánasta fólk í því sem koma skal. Sjóðurinn verður m.a. notaður til að kaupa tæki sem gagnast Ragnari en Tryggingastofnun greiðir ekki,“ segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

 

Föstudaginn 8. ágúst sl. var svo stofnað félag sem heitir Styrktarsjóður Ragnars Egilssonar. Söfnuninni verður formlega startað í Reykjarvíkurmaraþoninu 23. ágúst næstkomandi þar sem Inga Lára Gylfadóttir mun hlaupa 21 kílómeter fyrir frænda sinn. Einhverjir fleiri ætla að fylgja henni í hlaupinu. „Síðan er að sjálfsögðu öllum frjálst að leggja beint inn á reikninginn þegar þeim hentar. Við vonum að viðbrögðin verði góð við söfnuninni og að sjálfsögðu verður farið vel með allt sem í sjóðinn kemur.

Fyrir hönd sjóðsins: Anna, Egill, Örn, Ragnar, Margrét, amma, afi, frænkur, frændar, makar og börn.“

 

Reikningur hins nýja söfnunarsjóðs er:

 

0186-26-10224 og kt. 480814-0370.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is