Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2014 10:01

Strandamenn standa fyrir Íslandsmóti í hrútadómum

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum. Það verður haldið laugardaginn 16. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi í hópi vanra og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í fjórða skiptið. Hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein hafa vakið mikla athygli.

 

 

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Allt á kafi! þar sem sagt er frá snjóaveturinn 1995 á Ströndum og á listasviðinu er sýning um álagabletti á Ströndum. Ætlunin er að opna nýja tímabundna sögusýningu á hrútadómunum, þar sem sagt verður frá starfi héraðsráðunauta og verður Brynjólfur Sæmundsson  sem var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár í forgrunni á þeirri sýningu. Í Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind þar er hægt að gæða sér á ís frá Erpsstöðum, súpu, kökum og gæða kaffi, einnig er þar lítil handverksbúð með fallegum munum sem eru flestir unnir af heimamönnum á Ströndum.

 

Safnið verður opið alla daga milli 10-18 út ágústmánuð og um helgar í september. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. á dagskrá fyrirlestrar um náttúru og sögu, leiksýning þar sem draugum á Ströndum eru gerð skil og árleg sviðaveisla verður haldin í október.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is