Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2014 01:14

Sýndu ókunnugu fólki einstaka hjálpsemi

Hjónin Völundur Sigurbjörnsson og Signý Rafnsdóttir í Borgarnesi sýndu einstaka góðmennsku þegar þau hjálpuðu fjölskyldu Agnesar Guðjónsdóttur og Gunnars Sigurðarsonar að komast á ættarmót fyrr í sumar. Agnes og Gunnar voru á leið á ættarmót í Bolungarvík, búin að pakka niður, útbúa nesti og fara í sund í Borgarnesi. Í miðri Bröttubrekku bilaði hins vegar bíll þeirra. Agnes sagði frá aðstæðum á facebook síðu sinni. Gefum henni orðið:

 

 

 

„Við vorum með öll börnin uppi á miðju fjalli og bíllinn í rugli. Okkur tókst að láta bílinn renna og keyra til skiptis að bílastæðinu við Grábrók. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera, börnin orðin pirruð og enginn gat hjálpað. Við hringdum í TM og spurðum hvort þeir væru með einhverja neyðarbílaþjónustu en svo var ekki. Hins vegar var Völundur nokkur sem sá um tjónabílana hjá þeim með dráttarbíl og fengum við númerið hjá honum.“ Að sögn Agnesar svaraði Völundur og sagðist geta flutt bílinn og um leið allan mannskapinn. Þegar hann heyrði hversu margir væru á ferð fékk hann Signýju eiginkonu sína til að koma á einkabíl þeirra hjóna til að sækja fjölskylduna. Eftir að í Borgarnes var komið var ljóst að ekki var hægt að gera við bílinn að svo stöddu. Signý bauðst þá til að aka Agnesi og börnunum til Reykjavíkur, sem sagði það allt of mikið mál en þakkaði henni fyrir. „Fór hún þá og ræddi við Völund og kom svo aftur til mín og sagði: „Þið takið bara bílinn og farið á ættarmót! Það er ekki hægt að þið séuð búin að smyrja nesti og plana alla ferðina og fara ekki!“ Ég horfði stórum augum á konuna og sagði takk fyrir en ég get ómögulega þegið þetta, ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir. „Ég heiti Signý og jú, ég tek ekki annað í mál.“ Ég þakkaði fyrir með tárin í augunum og spurði hvað hún vildi fá greitt fyrir? Hún horfði á mig og sagði: „Heldur þú að ég sé að gera þetta til að fá greitt? Kemur ekki til greina. Þið eruð með þrjú lítil börn og eruð í vandræðum, þegar svoleiðis gerist þá hliðrar maður bara til,“ segir Agnes. Það fór því svo að Agnes og fjölskylda komst á ættarmótið á nýja jeppanum þeirra Signýjar og Völundar. Að lokum fékk fjölskyldan að keyra alla leið heim til Reykjavíkur á bílnum og sóttu Signý og Völundur bíl sinn svo þangað. „Signý og Völundur frá Borgarnesi eru fallegar hvunndagshetjur sem björguðu okkur án þess að þekkja okkur og gott betur,“ segir Agnes þakklát að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is