Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2014 03:16

Fótboltanámskeið með landsliðskonum vinsælt

Knattspyrnufélag ÍA hefur í sumar boðið ungum stúlkum upp á vikuleg fótboltanámskeið. Að sögn Haraldar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra KFÍA, hefur aðsókn á námskeiðin verið með ágætum en algjör sprenging varð í þátttöku á síðasta námskeiðinu sem nú stendur yfir, hófst í gær og lýkur á föstudaginn. „Það hafa verið um tíu stelpur á hverju námskeiði í sumar en nú á þessu síðasta námskeiði eru um 60 stelpur skráðar,“ segir Haraldur.

Þessa miklu aukningu má sennilega rekja til þess að landsliðskonurnar Dóra María Lárusdóttir og Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir voru fegnar til að þjálfa stelpurnar á síðasta námskeiðinu. Þær segja að mikil gróska sé í kvennafótboltanum og það sé alveg frábært að fá svona góða mætingu.

„Þetta er stór hópur og hér eru stelpur á mismunandi aldri. Sumar eru að prófa fótbolta í fyrsta sinn en aðrar eru búnar að æfa lengi. Við sjáum að það er mikið af hæfileikaríkum stelpum á námskeiðinu. Stelpurnar eru áhugasamar og það er mikil leikgleði og vonandi fara sem flestar að æfa af fullum krafti eftir námskeiðið,“ sögðu þær Dóra María og Hallbera Guðný í samtali við blaðamann Skessuhorns nú í blíðviðrinu í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is