Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2014 09:39

Vel hefur fiskast á Sturlaugi í sumar

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK var væntanlegur í morgun til Reykjavíkur með um 110 til 115 tonna afla af Vestfjarðamiðum. Rætt var við Eirík Jónsson skipstjóra í gær á vef HB Granda.  „Það er búin að vera fínasta veiði í allt sumar en maður finnur að þorskurinn er aðeins farinn að gefa eftir á Vestfjarðamiðum og karfaveiðin sömuleiðis. Menn áttu alveg von á því að karfaveiðin drægist saman þegar kæmi fram í ágúst líkt og gerðist í fyrrasumar. Það er hins vegar enn nóg af ufsa á miðunum og það er í samræmi við væntingar,“ segir Eiríkur. Í veiðiferðinni á undan var einnig farið á Vestfjarðamið og þá fengust um 240 tonn á sex dögum. „Við tókum svokallaða millilöndun á Ísafirði á sunnudeginum um verslunarmannahelgina og lönduðum þá fullfermi eða nálægt 130 tonnum. Við fengum svo um 90 tonn til viðbótar dagana á eftir og þeim afla var landað í Reykjavík.“

 

 

 

Líkt og tveir aðrir ísfisktogarar HB Granda, Ásbjörn RE og Ottó N. Þorláksson RE, fór Sturlaugur á makrílveiðar í sumar. Eiríkur skipstjóri segir að þær hafi gengið vel og alls fengust um 180 til 190 tonn af makríl í þremur veiðiferðum. Aflanum var ekið til Vopnafjarðar þar sem hann fór í vinnslu hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda. Þess má geta að upp undir helmingur áhafnar á Sturlaugi eru Skagamenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is