Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2014 06:01

Efstur í Noregsbikarnum í bátarallýi

Eins og greint var frá í Skessuhorni fyrir skömmu keppir Skagamaðurinn Halldór Reynisson í bátarallýi í Noregi. Halldór er sem stendur í efsta sæti í Noregsbikarnum með 8 stiga forskot á næsta mann. Næsta keppni sem telur til stiga í Noregsbikarnum er í Drammen 23. ágúst og þar mun Halldór mæta til leiks.

Um síðustu helgi keppti Halldór á Noregsmeistaramótinu í GT15 bátarallýi sem haldið var við Tönsberg í Noregi. Hafnaði hann í þriðja sæti af tíu keppendum og var aðeins hársbreidd frá öðru sæti. Að sögn Reynis Georgssonar, faðir Halldórs, er þetta sérlega góður árangur miðað reynslu Halldórs og þær aðstæður sem voru um helgina. „Þetta er glæsilegur árangur og sér í lagi þar sem þetta er hans fyrsta ár í þessu sporti. Aðstæður við Tönsberg voru erfiðar á keppnisdegi. Það var öldurót og vindhviður tóku mikið í bátana. Einn bátur í GT15 flokknum valt og kastaðist ökumaður í sjóinn en var fljótt bjargað af björgunarfólki,“ segir Reynir um keppnina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is