Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2014 08:01

Fegrunaraðgerðir á Breiðinni

Umhverfis- og framkvæmdasvið Akraneskaupstaðar hefur unnið að fegrun á Breiðinni í sumar. Gras hefur verið slegið, rusl hreinsað, gras hreinsað af stakkstæðum til að gera þau sýnilegri og ankerum raðað á miðeyju við Akranesvita. Aðferðin sem notuð hefur verið við að hreinsa stakkstæðin er að grasið er slegið með sláttuorfi og í kjölfarið er salti stráð til að eyða gróðri. Það verður að gera reglulega til að árangur náist og til að forðast að gróður vaxi þar aftur. Verkefnið er á tilraunastigi en vonast er til að það skili árangri, segir í frétt á vef Akranesbæjar. Einnig hafa verið sett upp fjögur skilti um sögu Breiðarinnar á veggnum við Hafbjargarhúsið og eiga þrjú til viðbótar eftir að bætast við. Þá er að auki búið að reisa nýja skreiðarhjalla á Breiðinni. Endurgerð þeirra var unnin í samráði við Minjastofnun og samkvæmt ráðleggingum húsasmíðameistara voru gömlu skreiðarhjallarnir dæmdir ónýtir. Af hjöllunum stafaði slysahætta miðað við ástand þeirra og var því ákveðið að ráðast í endurgerð hjallanna.

 

 

 

Næst stendur til að fjarlægja bátakerrur af svæðinu og hafa eigendur þeirra frest til 20. ágúst nk. til þess. Þeir geta fengið tímabundið leyfi til að geyma kerrurnar í sementsþró við Sementsverksmiðjuna í samráði við Akraneskaupstað. Að lokum er unnið að því að undirbúa varanlega salernisaðstöðu fyrir sumarið 2015. Skipulag fyrir Breiðina er nú í auglýsingaferli og er frestur til að koma á framfæri athugasemdum til 28. ágúst nk. Gestum hefur fjölgað jafnt og þétt á Breiðinni undanfarin ár og hafa yfir tólf þúsund manns skráð sig í gestabækur Akranesvita að sögn Hannibals Haukssonar ferðamálafulltrúa Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is