Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2014 03:30

Hvalvertíðin ríflega hálfnuð

Hvalvertíðin í ár hefur staðið yfir síðan 15. júní og er nú búið að veiða 78 langreyðar og draga að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Kvótinn þetta árið er 154 dýr og er því búið að veiða rétt ríflega helming kvótans. Að sögn Gunnlaugs Fjólars Gunnlaugssonar, stöðvarstjóra í Hvalstöðinni, hafa veiðar og vinnsla gengið vel síðustu daga en ómögulegt sé að spá fyrir um lengd vertíðarinnar eða hvort náist að fylla kvótann. „Það er búið að vera þokkalegur gangur síðustu daga. Veiðar ganga vel núna en það hefur verið leiðinda tíð með brælu og þoku í sumar. Það er því ómögulegt að spá um hvenær vertíðin klárast og fer það mest eftir veðrinu. Ef allt gengur hins vegar upp mun það sennilega verða í september,“ segir Gunnlaugur og bætir við að mikil stemning sé í mannskapnum í Hvalstöðinni nú þegar vertíðin er hálfnuð. „Hér eru allir kátir og tilbúnir að klára seinni helminginn.“

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is