Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2014 02:42

Rætt við stærsta geitaræktandann um erfiða stöðu greinarinnar

Það er mikið að gera á Geitfjársetrinu á Háafelli í Hvítársíðu þegar blaðamann bar að garði. Frá júní og út ágúst er setrið opið frá klukkan 13 til 18. Brosandi og hlý tekur bóndinn, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, á móti hverjum hópnum á fætur öðrum. Útskýrir verð og vörur og hvað sé að sjá í haganum. Ekki megi hlaupa eða hafa hátt í kringum geiturnar þegar komið sé út fyrir og farið í gönguferð með ungu dömunum sem sýna gestum geiturnar. Því miður eru ostarnir allir löngu búnir og fólkið sem kom til að kaupa snakkpylsurnar gekk bónleitt til búðar. Þær hafa ekki verið til síðan á páskum. Ásóknin er mikil en ekki verið hægt að framleiða meira. Kjötið er búið. Á þessum tíma eru milli 50 og 100 manns sem koma daglega í heimsókn á Geitfjársetrið og í litlu búðinni gefur að líta ýmislegt sem minnir á geitur. Nefna má handklæði með geitamyndum, boli, kerti og geitamyndir. Jafnframt gerir Jóhanna snyrtivörur úr geitatólg og völdum jurtum, þar á meðal arfa, sem hún segir jafn misskilinn og geiturnar. Á milli hópa gaf geitabóndinn sér tíma til að setjast niður með blaðamanni og ræða þá stöðu sem bærinn og Geitfjársetrið er í. Ef allt fer á versta veg verður búinu lokað í september.

 

Sjá nánar viðtal við Jóhönnu á Háafelli í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is