Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2014 08:01

Handverkssýning opnuð og minnisvarði vígður

Um liðna helgi var ýmislegt um að vera á Fitjum í Skorradal. Á laugardaginn var opnuð yfirlitssýning Sigríðar Skarphéðinsdóttur frá Dagverðarnesi í Skorradal. Sigríður er næstelsti núlifandi Skordælingurinn, fædd 3. júlí 1923. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf í Skorradalnum en fór í húsmæðraskóla og lauk handavinnukennaraprófi frá Kennaraskólanum 1946. Árið 1949 giftist hún Pétri Péturssyni og hefur búið í Reykjavík síðan. Á sjötugsaldri sótti hún ýmis námskeið til að mennta sig í handverki, svo sem bútasaumi, málun og útskurði. Á síðustu 20 árum hefur hún skapað margskonar listaverk og í myndum hennar má sjá að heimasveitin, Skorradalurinn, skipar stóran sess í huga hennar. Handverkssýning Sigríðar verður opin um helgar frá kl. 12 - 18 fram í lok september.

 

 

 

Á sunnudeginum komu saman á Fitjum afkomendur íbúa í sókninni, um 120 manns. Þar afhjúpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands minnisvarða um Guðmund Ólafsson (1825 - 1889). Guðmundur bjó á Fitjum og var um skeið þingmaður Borgfirðinga. Faðir Ólafs Ragnars fæddist í Bakkakoti og minntist Ólafur ferðar sinnar með föður sínum um Skorradal sem hann fór tólf ára gamall. Að auki var Framdalsfélagið stofnað á sunnudaginn. Tilgangur þess er að viðhalda sögu og menningarminjum Fitjasóknar í Skorradal. Af því tilefni var opnuð vefsíðan www.framdalur.is þar sem finna má fróðleik um svæðið. Hönnuður vefjarins er Trausti Dagsson og ábyrgðarmaður Hulda Guðmundsdóttir. Að sögn Huldu eru nú einungis fjórir íbúar í Fitjasókn. „Afkomendur síðustu ábúenda sýna svæðinu þó tryggð og sækja það heim þegar tækifæri gefst,“ segir Hulda. Ólafi Ragnari til aðstoðar við afhjúpunina var Gunnlaugur St. Gíslason listmálari. Hann málaði myndir af öllum ellefu bæjum Fitjasóknar sem nú prýða Framdalsvefinn en þess má geta að Gunnlaugur er elsta barnabarnabarn Guðmundar Ólafssonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is