Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2014 09:01

Nýtt þjónustuhús og tjaldsvæði á að vera tilbúið næsta vor

Byggðarráð Dalabyggðar hefur samþykkt að nýtt þjónustuhús og stærra tjaldsvæði verði tilbúið í Búðardal fyrir 1. maí á næsta vori. Bogi Kristinsson byggingafulltrúi segir jarðvinnu þegar hafna en bygging hússins verði boðin út síðar. Stækkun á tjaldstæðinu kemur einkum til vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna um Dali. „Við erum einungis að svara aukinni umferð um svæðið því núverandi tjaldstæði er sprungið. Viðbótin er ekki síst fyrir húsbíla og stærri aftanívagna, okkur vantar tilfinnanlega pláss fyrir svoleiðis tæki. Fráveita fyrir húsbíla var lögð á síðasta ári svo það er allt tilbúið.“ Bogi sagði ennfremur að vinna við þjónustuhúsið verði hafin í haust eða vetur. Það mun eingöngu þjóna tjaldsvæðinu, ekki vera miðstöð fyrir ferðamenn. Í húsinu verður salernisaðstaða fyrir karla og konur og gott aðgengi fyrir fatlaða. Einnig sturtur og þvottvélar.

 

 

 

Tjaldsvæðið í Búðardal er staðsett rétt við aðalgötuna í gegnum bæinn. Á núverandi tjaldstæði eru tré sem skerma svæðið nokkuð frá veginum, veita skjól og draga úr hávaða. Bogi segir að ekki verði nein breyting á varðandi nýja svæðið. Í útboði vegna þess er gert ráð fyrir að planta miklu af trjám.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is