Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2014 02:01

Guðrún frá Lundi er enn að slá sölumet

Bókin Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi er nú í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson verslana og er sömuleiðis söluhá hjá öðrum bóksölum. Bókin, sem fyrst kom út árið 1950, var um síðastliðin mánaðamót endurútgefin. Það er fyrsta endurútgáfa á verkum Guðrúnar frá árinu 2000 þegar Dalalíf kom út hjá Máli og menningu. Afdalabarn er mögnuð saga sem fjallar um einangrun og ást í íslenskri sveit fyrir einni öld. Guðrún var metsöluhöfundur á Íslandi á þriðja aldarfjórðungi 20. aldar en naut þó ekki viðurkenningar fyrir skrif sín. Á síðustu árum hefur bókmenntageirinn á Íslandi endurmetið sögur Guðrúnar enda býr höfundurinn yfir fágætri frásagnargáfu og raunsæislegar lýsingar hennar á sveitalífinu fanga huga lesenda. Nóbelskáldið Halldór Laxnes var einn fárra sem tók upp hanskann fyrir Guðrúnu frá Lundi á síðustu öld og kallaði hana „ævintýrakerlingu íslenskra bókmennta.“ Hver sá sem les Afdalabarn sannfærist um réttmæti þeirra palladóma. Útgefandi Afdalabarns er Bókaútgáfan Sæmundur sem rekin er af Bjarna Harðarsyni í Bókakaffinu á Selfossi.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is