Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2014 06:01

Námsmannakort Strætó gildir aðeins á höfuðborgarsvæðinu

Sala á námsmannakortum Strætó bs. fyrir komandi skólaár hófst í síðustu viku. Kortið kostar 42.500 krónur og gildir til 31. ágúst 2015. Sé miðað við tvær ferðir á dag, fimm sinnum í viku á tímabilinu, kostar hver ferð aðeins 82 krónur. Nemendur geta því sparað sér umtalsverðan pening þar sem stök ferð í strætó kostar að jafnaði 350 krónur. Kortið gildir þó aðeins á ferðum strætisvagna sem eru á gjaldsvæði eitt, eða á höfuðborgarsvæðinu. Námsmenn sem eru skráðir í nám hjá framhaldsskólum eða háskólum á höfuðborgsvæðinu geta engu að síður sótt um kortið. Þetta þýðir að þeir nemendur sem eiga lögheimili á Vesturlandi, en stunda framhalds- eða háskólanám á höfuðborgarsvæðinu, geta nýtt sér kortið til að komast ódýrara á milli áfangastaða innan gjaldsvæðis eitt, þ.e. innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar gildir kortið ekki fyrir ferðir á milli staða sem ná út fyrir gjaldsvæði eitt, svo sem til Akraness, Borgarness eða á Snæfellsnes. Á Akranesi og í Borgarnesi býr talsverður fjöldi nemenda sem ferðast til Reykjavíkur daglega til að stunda nám. Hægt er að sækja um kortið á vefsíðu Strætó bs, http://www.straeto.is 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is