Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2014 11:28

Atli Harðarson hættir í haust sem skólameistari FVA

Atli Harðarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi undirritaði í fyrradag ráðningarsamning við Háskóla Íslands. Samkvæmt honum tekur Atli við stöðu lektors við Menntavísindasvið HÍ 15. september næstkomandi. Atli tilkynnti þetta á fésbókarsíðu sinni og sagði jafnframt að mennta- og menningarmálaráðherra hefði veitt sér lausn frá störfum sem skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands frá og með sama degi, þ.e. 15. september.

Atli var skipaður skólameistari FVA árið 2011 þegar Hörður Ó Helgason lét af störfum. Áður hafði hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara FVA tíu ár þar á undan. Þar á undan starfaði Atli sem framhaldsskólakennari allt frá 1996. Hann hefur meistaragráðu í heimspeki frá Brown háskóla í Bandaríkjunum og doktorsgráðu í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is