Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2014 02:40

Viðgerð lokið á Húsafellskirkju

Nýverið lauk viðgerð á kirkjunni á Húsafelli í Borgarfirði. Um liðna helgi var kirkjan svo vígð við fermingar- og skírnarmessu. Það var Trésmiðja Eiríks J Ingólfssonar í Borgarnesi sem annaðist viðgerð á kirkjunni. Var hún klædd með timbri og einangruð að utan en innandyra var málað og turnloft klætt. Þá hefur verið tekin í notkun ný altaristafla eftir Pál Guðmundsson listamann á Húsafelli og heitir verkið Krossfestingin og upprisan.

 

 

Heimildir eru um að kirka hafi verið í Húsafelli a.m.k. frá 1170 þegar Brandur Þórarinsson settist þar að. Var kirkjan þá í eigu biskupsstóls. Síðan voru ýmsir prestar sem sátu Húsafell, þeirra frægastur séra Snorri Björnsson. Lét hann byggja nýja kirkja frá grunni árið 1768 og reyndist sú kirkja vera síðasta sóknarkirkjan á staðnum. Húsafell leggst formlega af sem kirkjustaður árið 1812 nokkru eftir lát síðasta sóknarprestsins. Árið 1950 hófst bygging kapellu í Húsafelli en hún var byggð eftir hugmynd Ásgríms Jónssonar listamanns. Lauk byggingu kapellunnar 1973 og hún vígð við fermingu tvíburabræðranna Bergþórs og Þorsteins Kristleifssona og Jónínu Árnadóttur frænku þeirra frá Fljótstungu. Það eru afkomendur Ingibjargar og Þorsteins frá Húsafelli sem kostuðu viðgerð og framkvæmdir við kirkjuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is