Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2014 12:51

Tekur við starfi forstöðumanns bókasafns á Bifröst

Þórný Hlynsdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst frá og með 1. september. Kemur hún í stað Andreu Jóhannsdóttur sem lætur af störfum vegna aldurs. Þórný er með MLIS próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og hefur veitt bókasafni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri forstöðu síðan í júní 2013.  Frá árinu 1992 hefur hún unnið í Þjóðarbókhlöðunni við ýmis störf, síðast veitti hún millisafnalánadeild safnsins forstöðu.

„Andrea Jóhannsdóttir hefur stýrt bókasafni skólans síðan 2005 og byggt það upp af miklum metnaði og myndugleik. Háskólinn á Bifröst þakkar Andreu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu skólans og óskar henni velfarnaðar. Jafnframt býður skólinn Þórnýju hjartanlega velkomna til starfa,“ segir í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is