Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2014 01:13

Danskir dagar hefjast í dag – hátíð í 20 ár

„Í tuttugu ár hafa Danskir dagar verið sérstök bæjarhátíð í Stykkishólmi. Hátíðin er fjölskylduhátíð þar sem Hólmarar fagna vinum sínum og ættingjum og brottfluttir Hólmarar koma „heim“ og rifja upp góðar minningar og undirstrika vináttu og góð tengsl við Dani með því að draga danska fánann að húni. Félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki í Stykkishólmi hafa lagt metnað sinn í það að gera Danska daga eftirminnilega og er þessi bæjarhátíð því hluti af þeirri umfangsmiklu afþreyingu sem er í boði út um allt land og tengist ferðaþjónustu sem öflugri og vaxandi atvinnugrein. Íslandspóstur hefur heiðrað bæjarhátíð okkar með því að gefa út sérstakt frímerki í tilefni að tuttugustu Dönsku dögunum,“ skrifar Sturla Böðvarsson bæjarstjóri á upplýsingasíðu bæjarins.

 

Sjá má auglýsingu um dagskráratriði Danskra daga í Skessuhorni vikunnar. Þá er einnig viðtal við hjónin sem undirbúa og stýra samkomunni að þessu sinni. Dagskrá og aðrar upplýsingar um hátíðina eru á: www.facebook.com/danskirdagar

 

 

Þá segir Sturla: „Tengsl og vinátta Hólmara við Dani á sér langa sögu. Þegar byggðin var að myndast í Stykkishólmi voru það sérstök tengsl Bjarna Thorsteinssonar amtmanns á Stapa við danska stjórnsýslu í Kaupmannahöfn sem réði úrslitum um það að Stykkishólmur varð stjórnsýslumiðstöð um miðja nítjándu öldina. Stykkishólmur byggðist upp sem miðstöð menningar í Vesturamtinu með stofnun Amtsbókasafnsins, sem miðstöð stjórnsýslu vegna þess að hér var  sýslumannsembættið staðsett, Stykkishólmur varð miðstöð samgangna vegna þess að hér var góð höfn og hér varð miðstöð heilbrigðisþjónustu þegar apótek var stofnað og  héraðslæknir skipaður með aðsetri í Stykkishólmi sem þá var fámennt þorp. Þessi þróun opinbera geirans varð að veruleika fyrir frumkvæði amtmannsins og fyrst og fremst vegna góðra tengsla við dönsk stjórnvöld og þá sem stunduðu verslun og siglingar. Allar götur síðan hafa bein og óbein tengsl við Danmörku verið jákvæð og það þótti sjálfsagt að tengjast vinabænum Kolding í Danmörku þegar norrænufélögin beittu sér fyrir vinabæjasamstarfi.“

 

Að þessu sinni eru það samtökin Efling Stykkishólms sem leiðir Danska daga og kallar til starfa fólk úr atvinnulífinu til þess að skipuleggja starfið. „Það er von bæjaryfirvalda að gestir okkar eigi hér góða daga og njóti þess sem í boði er, en umfram allt njóti þess að vera saman í Stykkishólmi og efli þá vináttuhugsun sem er undirrótin að Dönskum dögum,“ skrifar Sturla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is