Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2014 06:01

Búið að stofna hagsmunasamtök um framfærsluréttindi

Fyrr í sumar voru stofnuð Samtök um framfærsluréttindi. Þau hafa það að markmiði að standa vörð um hagsmuni þeirra sem þurfa á framfærslu hins opinbera að halda.  Eru markmið félagsins reist á framfærslurétti 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar auk ákvæða alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og eiga við um efnið. Markmið samtakanna er annars vegar að standa vörð um lögvarða hagsmuni þeirra borgara sem rétt eiga á opinberri framfærslu og hins vegar að beita sér fyrir því að lögum verði breytt með þeim hætti að framfærsla borgaranna verði tryggð.

Samtökin munu einkum huga að þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu og eiga sér engan málsvara. Þiggjendur félagsþjónustu búa við ójafnræði og þurfa sæta skilyrðum og skerðingum sem enga stoð eiga í lögum. Réttur þeirra þarf að vera tryggður og ætla samtökin að beita sér fyrir breytingum á lögum og stjórnsýslu þannig að borgurunum verði ekki mismunað eftir kyni, lögheimili eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Að auki telja samtökin að sumar skilyrðingar fyrir atvinnuleysisbótum eigi sér ekki stoð í lögum. 

Samtökin hafa skjöl undir höndum sem sýna að stjórnvöld hafa vitað um langt árabil að skilyrðingar fyrir félagsþjónustu eiga sér ekki lagastoð.  Einnig höfum við gögn undir höndum sem sýna Samband íslenskra sveitafélaga veita sveitafélögum ráðgjöf um bestu leiðirnar til að hundsa álit umboðsmanns Alþingis vegna ólögmætra skerðinga á framfærsluréttinum.  Telja samtökin mikilvægt að efla embætti umboðsmanns Alþingis með þeim hætti að hann geti veitt bindandi úrskurði í stað ráðgefandi álita í stjórnsýslumálum er varða stjórnarskrárvarin mannréttindi.

 

Samtökin ætla einnig að standa vörð um framfærsluréttindi í rýmri merkingu, þannig að jafnræði verði tryggt á meðal borgaranna þegar kemur að aðkomu þeirra að hvers kyns velferðarbótum, og að velferðarkerfið taki mið af raunverulegri framfærsluþörf einstaklinga og fjölskyldna. Álítum við að ákjósanlegast sé að lögfesta opinber neysluviðmið, þannig að öll stjórnvöld taki fullt tillit til þeirra í skiptum sínum við borgara landsins. Að baki slíkri tilhögun telja samtökin ákjósanlegast að endurreisa Þjóðhagsstofnun til að tryggt verði að neysluviðmið endurspegli raunverulega framfærsluþörf almennings á hverjum tíma.

 

Vilja samtökin leitast við að stofna til samráðs- og samvinnuvettvangs með helstu samtökum þeim er standa vörð um afmarkaða þætti framfærsluréttarins. Er slík samstaða mikilvæg sem mótvægi við launþegasamtökin sem hafa fyrir löngu hætt að standa vörð um lífskjör almennings, enda segja heildarlaun lítið sem ekkert um ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga.  Stjórn samtakanna hlakkar til samstarfs með öðrum samtökum, hagsmunaðilum og stjórnvöldum að bættu samfélagi.

 

Heimasíðu samtakanna má nálgast hér: http://framfaerslurettur.is/

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is