Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2014 06:01

Leggja af busavígslur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Jón Eggert Bragason skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga segir að busavígslur hafi nú verið lagðar af í skólanum. Nýnemum verði þess í stað boðið í skemmtiferð þar sem enginn þarf að óttast að verða niðurlægður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Jón Eggert í Skólablaði Skessuhorns sem kom út í dag. Þetta er í samræmi við orð Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri og formanns Skólastjórafélags Íslands sem segir í samtali við Mbl.is í gær að stjórnendur framhaldsskóla telji ógn hafi stafað af busavígslum undanfarin ár. Hafi það jafnvel gerst að þær hafi farið með öllu úr böndunum. Margir nemendur upplifi sem þeir séu niðurlægðir. Foreldrar hafi einnig mótmælt þeim kröftuglega.  Sífellt færri skólar á landinu leyfa busavígslur og hefur FSN nú bæst í þann hóp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is