Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2014 02:00

Bjó til dreka, dýr og sinn eigin heim

Hún heitir Jónný Hekla Hjaltadóttir og er 18 ára Borgnesingur. Jónný hefur alltaf haft gaman af því að teikna og langar að vinna við listsköpun þegar fram í sækir. Hún hefur verið að teikna persónur eftir þáttum, tölvuleikjum og bíómyndum en mest heillar japanski teikni-stíllinn, sem kallast anime og manga. Gerir hún bæði eftirhermur og skapar sinn eigin heim og langar að halda því áfram. Sem stendur stundar Jónný Hekla nám í Menntaskóla Borgarfjarðar.

 

„Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna, bara frá því ég var mjög ung,“ segir Jónný Hekla í upphafi samtalsins. „Þetta voru helst persónur sem birtust í hausnum á mér og þá bjó ég bara til heim í leiðinni. Reyndar voru þetta ekki bara persónur heldur teiknaði ég líka mikið af drekum og alls kyns dýrum. Til að byrja með var þetta fríhendis og allt á blað en svo fór ég að prófa að nota tölvuna til að teikna. Það er að sumu leyti auðveldara. Þá hefur maður yfirleitt betri stjórn á myndinni. Auðveldara er að stroka út og breyta í tölvunni heldur en á blaðinu. Það sjást engin för,“ segir Jónný brosandi og bætir við að á margan hátt sé léttara að vinna liti í tölvu heldur en á blaði.

 

Nánar er rætt við listakonuna Jónnýju Heklu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is