Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2014 10:04

Skagamenn sigruðu Tindastól í markaregni á Akranesvelli

Skagamenn sigruðu Tindastól nokkuð örugglega með fimm mörkum gegn tveimur þegar liðin mættust á Akranesvelli í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkveldi. Fyrir leikinn var ljóst að Skagamenn þurftu á sigri að halda í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í upphafi leiks. Þeir hreinlega léku sér að andstæðingum sínum sem nánast snertu ekki boltann fyrstu tuttugu mínúturnar. Hins vegar áttu Skagamenn erfitt með að klára hin fjölmörgu færi sem þeir sköpuðu sér. Á 28. mínútu fengu þeir vítaspyrnu sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson tók en honum brást bogalistin og brenndi af. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós skömmu síðar. Á 34. mínútu fékk Hallur Flosason boltann vel fyrir utan vítateig Stólanna og þrumaði honum í markið. Aðeins tíu mínútum síðar bætti markahrókurinn Garðar Bergmann fyrir vítaspyrnuna og skoraði annað mark Skagamanna. Þannig var staðan í hálfleik og hreint ótrúlegt að aðeins hafi verið skorað tvö mörk miðað við fjölda færa heimamanna.

 

 

Seinni hálfleikur hófst með látum en eftir að þrjár mínútur voru liðnar bættu þeir gulklæddu við þriðja markinu. Það gerði Andri Adolphsson eftir laglegt spil við Garðar. Áfram héldu heimamenn að sækja og á 52. mínútu bætti Garðar við sínu öðru marki í leiknum og fjórða marki heimamanna. Skagahraðlestina virtist óstöðvandi og á 65. mínútu bætti Andri Adolphsson við sínu öðru marki í leiknum og fimmta marki Skagamanna. Eftir það dró verulega úr leik heimamanna og virtust þeir hálf kærulausir í sínum aðgerðum. Það nýttu Tindastólsmenn sér og tókst að skora tvö mörk áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur á Akranesvelli voru því 5-2 fyrir ÍA sem með sigrinum styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar og er nú fimm stigum á undan bæði HK og Víkingi Ó. sem eru í þriðja og fjórða sæti.

 

Næsti leikur Skagamanna er gegn toppliði fyrstu deildarinnar, Leikni á Leiknisvellinum í Breiðholti næsta laugardag klukkan 14.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is