Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2014 09:30

Skólagangan í FSN stytt um eina önn

Að sögn Jóns Eggerts Bragasonar skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga verða töluverðar breytingar gerðar í ár á uppbyggingu námsins í FSN. Eru þær hluti af þeirri breytingu sem framhaldsskólakerfið er að ganga í gegnum, en miðað er við að haustið 2015 muni allir framhaldsskólar bjóða nám sem byggir á námskrá frá árinu 2011. „Við erum að taka upp nýjar námsbrautir sem byggja á námskrá frá 2011. Námið byggir á grunnþáttum menntunar þ.e. læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun. Hver braut skilgreinir þau hæfniviðmið sem nemandinn á að búa yfir að námi loknu. Við þessar breytingar mun nám til stúdentspróf að meðaltali taka sjö annir í stað átta.“ Hann segir að við innleiðingu nýju námsskrárinnar gefist skólum tækifæri til þess að setja saman nýjar brautir með ólík námslok. „Brautir við FSN eru framhaldsskólabraut, starfsbraut og stúdentsbrautir. Helsta nýjungin hjá okkur á þessu hausti er að við bjóðum listabraut hvort sem er til framhaldsskólaprófs eða stúdentsprófs. Félags- og náttúrufræðibraut hafa verið umskrifaðar. Þessi breyting nær þó aðeins til nýnema og því þurfa eldri nemendur ekki að örvænta þar sem breytingin mun ekki hafa áhrif á þeirra nám,“ segir Jón Eggert um nýja kerfið.

 

Rætt er nánar við Jón Eggert og aðra skólastjórnendur á Vesturlandi í Skólablaðinu sem fylgir Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is