Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2014 12:34

Maríjúana fannst við leit í bíl

Alls voru tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum síðastliðna viku. Sá sem ók hraðast var á 137 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90. Á sá hinn sami von á 90 þúsund krónum í sekt. Síðasta miðvikudag var svo ökumaður sem átti leið í gegnum Borgarnes stöðvaður í reglubundnu eftirliti og reyndist hann við nánari skoðun undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur ásamt farþega á lögreglustöðina í Borgarnesi. Einnig var bifreið ökumannsins flutt á lögreglustöðina þar sem nokkur grömm af maríjúana fundust við leit í bifreiðinni. Ökumanni og farþega var síðan sleppt að lokinni blóðsýna- og skýrslutöku. Sex umferðaróhöpp áttu sér stað í umdæmi LBD síðustu daga. Hlutu ökumenn og/eða farþegar í þremur umferðaóhappanna minniháttar áverka og voru þeir fluttir til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is