Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2014 01:00

Skortur á húsnæði er vandamál á Reykhólum

Húsnæðisskortur er orðið viðvarandi vandamál á Reykhólum og hefur staðið nauðsynlegri fjölgun starfsfólks í ýmsum greinum fyrir þrifum. Að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur, sveitarstjóra Reykhólahrepps, er þetta staðbundið vandamál sem hefur verið að færast í aukana að undanförnu. „Þetta hefur aukist frekar en hitt núna, sérstaklega með tilkomu nýju saltverksmiðjunnar hér á Reykhólum. Það hefur verið þörf á fleira starfsfólki hingað á svæðið og dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð hefur verið í sömu vandræðum. Vandinn er sá að allir sem búa hérna núna eru í störfum þannig að það vantar fleira starfsfólk á svæðið en ekki er til húsnæði fyrir það allt,“ segir Ingibjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir sveitarfélagið hafa klárað að fjármagna byggingu parhúss árið 2010 en bygging þess hafi verið eins og dropi í hafið.

„Sveitarfélagið á í dag ellefu íbúðir sem allar eru í stöðugri notkun. Saltverksmiðjan keypti nýlega óíbúðarhæft húsnæði sem verið er að láta gera upp en það verður líka eins og dropi í hafið. Saltverksmiðjumenn hafa því gert samning við gistiheimili hér sem hýsir starfsmenn fyrirtækisins eina viku í senn. Það er eitt hús á svæðinu sem er orðið gamalt og mætti gera upp og eins eru tvö hús í þorpinu sem notuð eru sem sumarhús. Annars er búið í öllum öðrum húsum.“

 

Nánar er rætt við Ingibjörgu Birnu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is