Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2014 04:01

Íbúum í heilum árgangi boðin ókeypis ristilspeglun

Lionsklúbbur Stykkishólms er nú, í samstarfi við Lionsklúbbinn Hörpu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að fara af stað með afar athyglisvert forvarnarverkefni í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Felst það í að bjóða 55 ára einstaklingum á starfssvæði klúbbsins í ókeypis ristilspeglun. „Á undanförnum árum hefur Lionsklúbbur Stykkishólms komið að forvarnarstarfi í heilbrigðismálum. Klúbbfélagar hafa í allmörg ár haft áhuga á að standa fyrir hvatningarátaki varðandi skimun fyrir ristilkrabbameini, sem er lúmskur vágestur og gerir sjaldan boð á undan sér. Á Íslandi greinast að meðaltali 112 einstaklingar á hverju ári með slíkt krabbamein. Miklu skiptir varðandi framtíðarhorfur sjúklinga að greina þetta krabbamein á frumstigi. Með þessu átaki ætlum við Lionsfélagar því að bjóða öllum einstaklingum búsettum í Stykkishólmi og Helgafellssveit, sem verða 55 ára á þessu ári, í ókeypis ristilspeglun,“ segir Gunnlaugur Árnason Lionsfélagi í samtali við Skessuhorn. Hann og Ingi Berg Ingason eru í forsvari fyrir verkefnið fyrir hönd Lionsklúbbs Stykkishólms.

 

 

„Þannig mun fólk sem fætt er árið 1959 verða skoðað á þessu ári, fólk fætt 1960 á næsta ári og svo koll af kolli í fimm ár. Ætlunin er að þetta verkefni standi í fimm ár og verði þá endurmetið,“ segja þeir Gunnlaugur og Ingi Berg. Allur kostnaður við rannsóknina og undirbúning ristilspeglunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi verður fólki að kostnaðarlausu, að frátöldum ferðakostnaði á Akranes. Lionsklúbbarnir sendu einstaklingum í árgangi 1959 bréf fyrr í sumar. „Gott væri að þeir einstaklingar sem fengu boðsbréf frá okkur í sumar láti vita hvort áhugi sé fyrir boðinu fyrir 31. ágúst nk, því tíminn líður hratt.“ Fólk þarf að láta vita um áhuga fyrir skoðun með að hringa í síma 432-1200 (HVE) og gefa upp nafn, kennitölu og símanúmer. Síðan verður hringt í viðkomandi, þar sem gefnar verða verða nánari upplýsingar um framkvæmd rannsóknarinnar og áætlaða dagsetningu.

 

Ristilkrabbamein er algengur vágestur á Íslandi. Tilfellið er að einstaklingurinn gengur lengi með sjukdóminn (allt að 10 ár) áður en hann fer á hættulegt stig. Miklir möguleikar eru að greina ristilkrabba á frumstigi með ristilspeglun og grípa strax inn í og lækna. 55 ára aldurinn er af læknum talinn heppilegur til speglunar, því þá eru einkenni oftast nær búin að gera vart við sig. „Klúbbarnir vilja með þessu átaki leggja lið og gera gagn í samfélaginu. Niðurstaða starfshóps á vegum Landlæknis skilaði skýrslu árið 2002 og mælti þá með að skimun yrði hafin hér á landi fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Af einhverjum ástæðum hefur sú skimun aldrei hafist,“ segir í kynningu á verkefninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is