Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2014 09:55

Vínlandsvíkingar sækja fyrirheitna landið heim

Miðvikudaginn 13. ágúst sl. kom í Borgarnes níu manna hópur af Vínlandsvíkingum í stutta pílagrímsferð um söguslóðir Egils Skallagrímssonar. Fólk þetta er félagar í víkingafélaginu Hurstwick í Massachusettes fylki í Bandaríkjunum. Þau mæta á æfingar og halda fundi í hverri viku árið um kring. Þar eru lesnar Íslendingasögur og bardagar sem í þeim er lýst æfðir.

Megintilgangur þessarar vikulöngu heimsóknar hópsins til Íslands er ferð í í Haukadal í Dýrafirði og í Geirþjófsfjörð þar sem lokabardaginn úr Gísla sögu Súrssonar verður settur á svið á Einhamri og jafnframt kvikmyndaður. Forsprakki hópsins er dr William R. Short sem hefur ótal sinnum komið til Íslands og má segja að hann hafi orðið hugtekinn af Íslandi og Íslendingasögunum eftir að hann las eina þeirra fyrir tilviljun fyrir mörgum árum.  Í Borgarnesi heimsóttu víkingarnir Brákarsund, Skallagrímsgarð, Borg á Mýrum og að því loknu voru vistir keyptar í Bónus og haldið vestur á firði. Af þessum níu manna hópi hafa aðeins tveir heimsótt Ísland áður. Með þeim í för er íslenskur aðstoðamaður þeirra. Á meðfylgjandi myndum sést hópurinn annars vegar við Brákarsund og hins vegar Skallagrímsgarð í Borgarnesi.

Heimasíða Hurstwick félagsins er:      http://www.hurstwic.com/training/saga/index.htm

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is