Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2014 08:01

Tiltekt í Englendingavík gekk vel

Vaskur hópur sextán Borgnesinga lagði nýverið leið sína í Englendingavík í Borgarnesi. Var fólkið m.a. vopnað hjólbörum, skóflum og hrífum. Erindið þessara sjálfboðaliða var að grjóthreinsa víkina og afraksturinn um 10 tonna grjóthrúga sem ekið verður í burtu áður en haustveður skella á. Þorleifur Geirsson er einn af hvatamönnum að verkinu. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að nærri hvern dag gengi hann um svæðið og hefði lengi langað til að víkin yrði gerð snyrtilegri. Í samtali við fólk komst hann fljótt að því að margir voru sömu skoðunar og árangurinn varð tillögur um hvernig gera mætti gera Englendingavík snyrtilegri.

 

 

„Við vorum sammála um að byrja á því að hreinsa grjótið, sem verður fjarlægt hið fyrsta,“ segir Þorleifur. „Svo þarf að laga grjótkantinn sem heldur við bílastæðið. Hann er uppspretta alls þess grjóts sem í víkina hefur komið. Annað hvort er hægt að raða þarna stóru grjóti með vél, eða gera það sem væri allra flottast, raða steinum eins og er í steinabryggjunni. Nauðsynlegt er jafnfram að skila til baka í víkina öllum þeim sandi sem tekinn var í burtu á sínum tíma þegar unnið var að lagfæringu svokallaðs Klettshalla og í lokin væri ekki verra að fá vatnskrana, bæði til að skola af sér og fá sér að drekka. Væri þetta allt gert, myndi Englendingavík verða þekkt sem sá sælustaður sem hún er. Þarna er hægt að njóta sólar og blíðu þótt varla sé hundi út sigandi í öðrum bæjarhlutum. Bæði náttúran og húsaskipan sjá til þess.“

Aðspurður hvort fjármagni hafi verið veitt í verkið segir Þorleifur að það liggi ekki á hreinu enn. „Við höfum talað við yfirvöld í sveitarfélaginu og svör hljóta að berast fljótlega. Við munum senda greinargerð til yfirvalda og vonandi kemur eitthvað út úr því.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is